mánudagur, október 20, 2003

Daginn! Í dag er seinasti dagurinn í vetrarfríinu mínu,og það er nokkuð sorglegt finnst mér. En samt ekki,það verður alveg ágætt að fara aftur að blanda geði við fólk í skólanum án þess að þurfa að vinna í því. Ég er svo ótrúlega löt við að hringja í fólk og láta það koma að gera eitthvað á svona frídögum..oftast hangi ég heima á daginn þegar ég er í fríi í algjöru reiðileysi. En bara þar til að e-r veitir mér athygli og félagsskap. Í gær t.d þá var ég heima aaallan daginn bara að hanga,í tölvunni og sonna..og leið furðulega vel yfir því! Var ekki með neinn móral yfir þessari félagslegu heftu minni. Svona er lífið bara! Þó bætti ég mér þennan einsamala dag upp með því að fara til Sölva um átta-leytið. Ég sníkti far með tvíburunum(Hildi og Kötlu) til hans og síðar bættust í hópinn Fura,Skorri,Ómar..enn síðar Sigrún Hlín og síðast hann Jósi. Við horfðum á e-a mynd sem að stóð alls ekki undir væntingum hjá mér, Summer of Sam. Hún á víst að vera UM Son of Sam morðin..en neinei! Hún er bara um eitthvað fólk í e-u hverfi,þó sérstaklega gaur sem er mjög ótrúr kærustunni, og síðan svona er Son of Sam komið voðalega nett inn í þessa mynd. Semsagt ekki góð mynd,hún er reyndar aðeins of löng..hún væri kannski betri ef að Son of Sam fengi að njóta sín aðeins betur,og hún væri stytt aðeins. Sýningartími hennar er nefnilega alveg 141 mínúta. Allavega,þegar myndin var búin fór Suðurhlíðafólkið heim en við hin urðum eftir. Svo fóru Hildur,Katla og Ómar að rölta heim en við Jósi urðum eftir,nenntum ekki heim. Svo það endaði með að við lögðum af stað heim úr Laugardalnum eitthvað fyrir þrjú,löng leið og komum við í 10-11 svo ég var komin heim um hálffjögur!! En vá,þetta fólk í 10-11 mar..JEMINN EINI! Það var gjörsamlega verið að vakta okkur,mér hefur aldrei liðið jafn furðulega inn í neinni búð. Í fyrsta lagi þá var e-r kall með kerru sem að elti okkur um alla búðina glottandi..var ekkert að gera þarna þegar við vorum,baaara fara fram og til baka með kerru. Svo var Jósi vaktaður eða eitthvað þegar hann notaði örbylgjuofninn!!! Fáránlegt alveg!
Allavega..ég er búin að segja nóg. Góðan seinasta vetrarfrísdag menntskælingar:D
-Vala-

|