laugardagur, október 25, 2003

Þá er þessum föstudegi + kvöldi lokið! Þennan daginn var margt og mikið á seyði hér,ég fór að sjálfsögðu með köttinn í rakstur í morgun og svo eitthvað eftir þrjú kom kisan heim aftur. Kötturinn er alveg að deyja úr að vera krúttlegur,þið getið séð mynd af honum á myndasíðunni minni í albúmi 2:) Þá meina ég meira að segja mynd af kettinum eftir raksturinn! Annars þá var mikið að ske,Hildur og Sigrún Hlín komu til mín og síðar bættist hún Vigdís í hópinn..síðar komu svo Marta og Kolli á eiginlega sama tíma.Það var mikið gaman hérna í risinu í dag semsagt..mikið gaman mikið fjör. Fullt fullt af myndum voru teknar! En einungis fáar af þeim 54 myndum eru komnar á netið,ekki allar nógu skemmtilegar til að birtast netverjum. Svo í kvöld fór ég bara heim með henni Mörtu og við horfðum á Idol,kom heim fyrir nokkkuð stuttu síðan barasta! Heví stuð í kvöld,héldum alveg über mikið með fólkinu sem vann einmitt í kvöld. Kalli og Anna Katrín-->kúlistar! Kusum hana einmitt..hún syngur svo vel!! Og hann er bara algjör töffari! Svo er ég ennþá alveg elskandi þetta geeeðveika lag sem að var framlag hennar til Söngvakeppni Framhaldsskólanna!! Og hún vann einmitt með því lagi. Ég elska það og bara mmhmm! Jæja,ég er farin að bulla..enda áliðið og ég búin að vaka síðan snemma í morgun og hamast í dag. Reyndar var kvöldið alveg nett tjill en jæja,svona er lífið stundum erfitt!
Bæjó og góóóða heeeeelgi:D:D
Vala

|