fimmtudagur, október 30, 2003

Þessi dagur hefur nú bara verið með þeim rólegri sem ég hef nokkru sinni upplifað.
Var bara í skólanum í góðu tjilli,nema þegar ég var í stærðfræðiprófinu þá var ég ekki tjilluð. Ég er búin að gera mikla uppgötvun; Silverchair eru fokkín góðir!!! Við Día ákváðum að við skyldum fara að ala hvora aðra upp,ég er búin að láta hana fá Queen disk og tvo Bob Marley diska og hún mig alla þrjá Silverchair diskana. Ég hef á þessum tíma komist að því að ég fíla Silverchair mjöög vel! Þeir eru með svona pottþéttar melódíur,ég hef ekki komist í að hlusta á þriðja diskinn en Freakshow(nr.2)var svo góður að ég hlakka til! Día sagði nefnilega að sá þriðji væri bestur og þar af leiðandi hlakka ég til:D Fékk líka nýjan disk frá Skull monkey inc. í dag-> Vala aint no ord'nary ho! Massífur diskur,það er á honum mjööög spes háskólarokkútgáfa af Burn baby burn og útgáfa af NIB með Black Sabbath þar sem þeir eru greiiinilega orðnir gamlir og þreyttir;) Annars bara jolly diskur skoh og er ég búin að skemmta mér við að hlusta á hann í tímum í dag. Félagsfræðiprófinu sem átti að vera 6.nóv var frestað til 10 eða 11.nóv. Það er baaaara stór léttir!!! Jæja,þá þyrfti ég helst að fara að vinda mér í lestur á sögubókinni..eða hvað? Neinei,dreg það bara aaaðeins lengur:| *roðn* Ohhh..í augnablikinu vildi ég óska þess að ég væri í Verzló,þá væri ég að fara á ball í kvöld:)

|