laugardagur, október 25, 2003

Jæja,þá er bara laugardagurinn að verða búinn! Bráðum kemur kvöldið og hver veit hvað verður tekið sér fyrir hendur þá? Nei ég veit það ekki..en gæti velt því endalaust fyrir mér á meðan ég hlusta á My brown eyed girl í skrilljónasta skipti í dag. Þetta lag My brown eyed girl með Van Morrison er alveg unaðslega skemmtilegt! Ég bara mundi e-n veginn eftir því í gær þegar ég heyrði það á Radio Reykjavík(sem ég hlusta nær aldrei á þar sem útvarp höfðar ekki til mín). Svo ég bara flaug í það að niðurhlaða því um leið og ég fór í tölvuna í dag. Ég er reyndar aðeins að fá kvíðahnút í magann núna,fór að velta fyrir mér..ég er ekki nógu dugleg í sögunni í MH. Hvað verður um mig ef ég fell á þessum áfanga?! Ég efast um að það gerist en samt..þetta er svooo mikið efni! Og 1.des byrja prófin hjá okkur! Það verður reyndar ekki próf í félagsfræði veit ég og þannig. En fokk sögubókin er svo óóógeðslega þykk. Fullt af bls-um..*hrollur* Annars þá líkar mér mjög vel veran í MH,þó þetta sé kannski ekki allt alveg jafnsamfellt og í MR og Verzló þá er námsefnið gott og krefjandi. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki er það einhver „þið-lærið-ekkert-í-MH" hroki í fólki úr öðrum skólum! En reyndar er líka annað sem pirrar mig,fólk sem byrjar í MH og byrjar að klæða sig allt öðruvísi til að þóknast MH staðalmyndinni. Það er samt að verða minna um það núna sýnist mér,flestir busarnir hafa haldið höfði og verið eins áfram. Ég trúi reyndar ekki alveg að ÉG sé í MH,bara trúi ekki að ÉG sé í menntaskóla! ÉG ER EKKI SVONA STÓRT BARN!! Ég á bara heima í Hlíðaskóla áfram,litla örugga skólanum:p
Jæja,svona er lífið samt og ég fæ engu um það ráðið!
takk fyrir röflið og bless!
Vala röfl

|