sunnudagur, október 19, 2003

Jæææja..þá er þessari helgi bara að ljúka! Ég gerði nú ekki margt mjög frásagnarvert,nema einna helst bara að fara á Kill Bill...eeeeen ég er nú búin að skrifa um þá bíóferðina svo ég endurtek það ekkert. Í gær þá var ég bara með Sigrúnu Hlín í rólegheitunum,hún blogspotaði mig eins og þið sjáið kannski á þessari síðu,en það var ekki allt og sumt! Hún hjálpaði mér LÍKA að búa til myndasíðu á www.picturetrail.com/gerdur!!! Ég er búin að minnast á hana,en ég kann ekki að gera linka svo ég verð alltaf að koma slóðinni að í bloggunum mínum:P En engar áhyggjur,bráðum mun Sigrún gera mig að proffa í því að linka hérna á blogspot. Í gærkvöldi fórum við Sigrún til tvíburanna í Vesturbænum,samt vorum við ekki þar lengi. Katla var eitthvað óróleg og ákvað að við skyldum fara og hitta Ásrúnu(frænku þeirra)og Sigga(kærastann hennar) niðri á Lækjartorgi. En okkur leist nú ekkert á Lækjartorg svo hittingastaðurinn varð Austurvöllur. Við stóðum aðeins þar og þá gekk barasta hún Manda siss framhjá ásamt Adda kæró og Óla vinó. Það var undarleg tilviljun..jeeahh! Annars þá fór parið heim og við stelpur fórum bara heim til tvíburanna aftur. Fór heim eitthvað yfir 1. Og þegar heim var komið var bara eitthvað msn partí langt fram á rauða nótt. Svo þess vegna er ég í svolítið annarlegu ástandi myndi ég segja.
Jæja,þetta er þá komið nóg...
Vala fína

|