þriðjudagur, október 21, 2003

Núna er ég komin heim frá Sigrúnu og búin að borða og læti bara! Svo gerðist ég líka það djörf að búa til litla blogspot síðu með svona info um mig. Alveg öll að koma til hérna í heimi bloggsins maðuuuur. Ég var hérna á msn að tala við hana Elsu og ég fattaði að Erlendur Karl er mjög sniðugt nafn..allt Elsu að þakka. Skil ekki af hverju mér hefur aldrei dottið þetta í hug.
„Af dyrunum er dottin ein hjör Leifur." AHAHAHHAAHAHA...þessi skemmtir mér alltaf!
Þetta barn kom í heiminn þegar við Brynki the broken boy vorum að gera söguverkefni forðum. Úffff..gott dæmi..gott dæmi:) Já og svo ooh! *pirrrrr* Ég veit ekki hvað hefur orðið um lyklana mína!!!!:|:| Í morgun minnir mig að ég hafi bara farið eftir rútínunni-->Labbað niður stigann í forstofuna þegar ég var reddí,tekið þá úr glugganum og stungið í vasann. En neiiiii..þeir voru barasta ekki í vasanum þegar ég var komin fyrir utan húsið,á staðinn þar sem ég tek þá alltaf upp úr vasanum. Vona að ég sé ekki búin að týna þeim for good..meika ekki eitthvað lyklavesen! Svo átti ég líka svo flottar lyklakippur:S Che Guevara-->Keypt í Madrid og Bob Marley svona kovermyndin af Confrontation plötunni!! Garg..*biturleiki*..jæja,nóg væl komið í kvöld/dag:D
-vala kúlisti-

e.s Reyndar verð ég að segja að mér líkaði betur við bláa og hvíta þemað á síðunni,það var meira ÉG. En hey! Fyrst allt virkar skal jeg også være glad:)

|