sunnudagur, nóvember 23, 2003

Ahh..þá er þessari helgi hreinlega bara að ljúka,það er gróft! Þessar helgar fara alltaf bara burt án þess að kveðja mann...svo bara vaknar maður á mánudagsmorgni alveg tómur að innan. Eina sem hægt er að gera er að steyta hnefann út í loftið og bölva helginni. Samt er helgin ágætis náungi, helgin kom og það er fyrir öllu. Þessi helgi var allavega skemmtileg:) Góður félagsskapur alla helgina bjargar málunum.

Mamma og pabbi voru ekki í bænum um helgina,Berghóll fékk að njóta þess að hafa þau inn í sér. Berghóll hlýtur að verða einmana yfir veturinn...þá eru það bara hann og Magga litla sem eru þarna þá,því við komum ekki yfir vetrartíðina. Þ.e.a.s þegar það er svona frost og læti þá förum við ekkert til Berghóls. Reyndar þá getur Magga litla örugglega ekkert talað við Berghól þar sem að hún er öll svo vandlega innpökkuð til að hún fjúki ekki burt. Núna lýkur ráðgátunni um hver Berghóll og Magga litla eru..*trommudót*...Berghóll er sumarbústaðurinn okkar og Magga litla er báturinn. Magga stendur sko við hliðina á Berghóli með segl yfir sér og læti yfir veturinn.



Vala

|