laugardagur, nóvember 22, 2003

Er eitthvað að því að fá í skóinn í ár? Ég spurði „jólasveininn" hvort að ég fengi ekki í skóinn þetta árið og dýrið hló bara að mér! Síðan reyndar komumst við að þeirri niðurstöðu að maður yrði aldrei of gamall fyrir skógjafir. Ég vildi óska þess að ég tryði ennþá á jólasveininn...ég trúði voðalega lengi á þennan gaur(þessa gaura kannski frekar). En síðan skipti ég um bekk ooog þar voru allir að tala um hvað „mamma sín hefði gefið sér í skóinn" þá leist mér ekki á blikuna og viti menn jólasveinninn fór úr huga mínum. Reyndar þá kom ég heim um daginn og alveg bara: „mamma er jólsveinninn ekki til???"
mamma:„júú að sjálfsögðu,hví heldurðu að hann sé ekki til?"
ég:„ÉG VEIT ALVEG AÐ HANN ER EKKI TIL! KRAKKARNIR VORU AÐ SEGJA ÞAÐ Í DAG!"

Þannig lauk trú minni á jólasveininn þegar ég var nýorðin 10 ára. Það er góður aldur til að hætta að trúa kannski,en það var svo spennandi þegar maður var lítill,að láta miða út í glugga. Ég hef meira að segja látið pott með grautarleifum í út í gluggakistuna mína. Jólasveinninn var góð trú,en ef ég hefði trúað lengur þá væri ég örugglega álitin skrýtin.

Þetta blogg um jólasveininn er orðið allt of langt!!!!!

Vala *jól*

|