sunnudagur, nóvember 30, 2003

Þá er helginni lokið og núna veit ég svo sannarlega hvað gerist ef maður les of mikla félagsfræði og sögu. Maður fer að kalla fólkið heima hjá sér röngum nöfnum, þ.e.a.s, nöfnum á gaurum sem komu með fíneríis kenningar í félagsfræði. Áðan kallaði ég systur mína óvart Durkheim, það er hræðilegt. En ég lét ekki þar við sitja neineinei, ætlaði að kalla á köttinn og greyið fékk þá nafnið Mead. Þetta finnst mér sorglegt.

Helginni er þá að ljúka og þykir mér það nú alls ekki nógu gott. Ég er óneitanlega með stóóóran hnút í maganum út af þessum tveimur prófum í vikunni. Stærðfræði og saga..þetta er hvort um sig stórt mál! Núna hefur mér dottið í hug svolítið sniðugt..ég ætla að birta brot úr lagatexta í þessu bloggi og e-r sem lesa þetta eiga að giska á úr hvaða lagi brotið er.

Annars þá er ég með rosalegar fréttir...ég..sem ég heiti Vala ætla að (allavega reyna) læra á píanó!! Ég er nú þegar komin með kennara í svona nótnaveseni, Jósa...en Aldís og Kristín siss hafa báðar boðið fram aðstoð sína. Það er æðislegt! Núna hef ég ekki meira að segja fyrir utan lagatextann og þetta: Munið nú eftir Vallagötu-og Strandaátakinu..:)

Stalked in the forest, too close to hide
I'll be upon you by the moonlight side
Do do do do do do do dodo dododo dodo
High blood drumming on your skin, it's so tight
You feel my heat, I'm just a moment behind
Do do do do do do do dodo dododo dodo


Vaaalaaaaaa....:)

|