miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Þá er maður búinn að sjá Scary movie 3!! Hún var alveg fyndin sko,soddan vitleysa en alveg ágætis afþreying. Myndi samt frekar ráðleggja fólki að sjá hana bara á spólu heldur en að eyða 800kr í hana. Það er erfitt að fara í bíó,fólk á til að vera svo truflandi.
T.d í gær,þá var gaur sem sat e-s staðar fyrir aftan mig sem að sá sig alltaf knúinn til að æpa: WHAT!? þegar hann skildi ekki e-ð í atburðarásinni. Þetta er svona sem maður leyfir sér heima að horfa á spólu,en ekki æpa yfir heilan sal.

Í kvöld er hið æðisifengna verzlóball MH..ég hlakka mjööög til að fara á það:D
Svo verður hljómsveit Kolla og co. The askthewaiters líka með gigg,við förum líklegast þangað fyrst að hvetja drenginn til dáða. Það er nú heldur ekki neitt fyrirpartí eða neitt þannig,allavega ekki sem við vitum um.....ennþá:O Við förum nú að horfa á þá spila,sama hvað tautar og raular. Aldrei hef ég séð gaurana í aksjón,en þó heyrt mikið af þeim.

Ég er í fatadilemma...veit ekkert í hverju ég á að vera. Þússt í rauninni veit ég ekkert hvernig ég á að vera til að vera „verzlóleg" af því að staðalmyndirnar eru svo ýktar. Fólk sem að þekkir mig sér mig örugglega ekki auðveldlega fyrir sér klædda eins og e-a merkjapíku. Maður þyrfti einhvern tímann að labba inn í Verzló og sjá hvort allar þessar sögur af fólkinu þar séu sannar. Ég hef t.d heyrt að á marmaragólfinu sitji aðalfólkið í öllum nefndunum í sófunum þarna og allir hinir horfi á það með aðdáun. Ég efast um að sú sé raunin. Kannski er ég með gölluð gen...mér tekst ekki að innræta í mig þetta hatur á Verzló sem á að prýða mig þar sem ég er nú MH-ingur.

Á ballinu munu Stjórnin,Svitabandið og óvæntur plötusnúður spila fyrir dansi. Það er mjög fínt...jaaá ósköp fínt. Ég bíð þess með ofvæni að sjá hvort að Sigga og Grétar taki Eitt lag enn. Pælið í hve mikill draumur það væri að vera þarna á ballinu,og síðan segir Grétar/Sigga:„Næsta lag sem við tökum er tileinkað Völu Jónsdóttur í MH. Það er Eitt lag enn,og við tókum með okkur gullfötin sem við vorum íklædd í undankepnninni."
Síðan kemur hlé og þau stökkva fimm mínútum seinna fram á sviðið og fara að syngja þetta ódauðlega lag!!!!! Ohhh...ég vildi óska þess að þetta myndi gerast.
Jæja,nóg komið..best að ég fari að ákveða aðeins með fötin mín og svona:)

|