fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Það er svo gaman í þessum dansi í leikfimistímunum í MH!!! Í dag var það reyndar ekki dúddinn heldur var það e-r gella sem kenndi okkur að dansa almennilega. Hún kenndi okkur m.a dans ÁRSINS,já það er satt ÉG kann núna DANS ÁRSINS 2003. Hann heitir Ven,ven,ven eftir spænsku píkupopplagi,alveg hreint FRÁBÆRT lag. Reyndar er ég aðeins að ljúga,ég get ekki munað dansa eftir að ég er hætt að dansa þá svo ég kann bara handahreyfingarnar í 2003 dansinum.

Það gerir mig reyndar mjög sorgmædda að þetta var seinni danstíminn af tveimur sem við fáum! Mér þykir það miður skemmtilegt því að það er stuð í danstímunum. Þó svo að maður standi sig ekki eins og neinn heimsmeistari er þetta samt gaman! Ég lærði meira að segja líka enskan vals í dag..eða kassadansinn eins og Elsa kallaði hann,nema ég hafi verið að misskilja eitthvað.

Núna hef ég ekkert meira að segja,og einhvern veginn efast ég um að það sé gaman að lesa um danskennslu í MH..sooorrí,kannski ég ætti ekkert að birta þetta blogg? Jæja,kemur bara í ljós ef það verður á síðunni þegar þú ferð inn á hana hef ég greinilega birt það. Anyways ég er hætt.

|