mánudagur, nóvember 03, 2003

Fraiser er góður þáttur en hann var samt betri í gamla daga,núna er þetta svo mikill farsi eitthvað. Hver óförin eltir aðra og það er ekki skemmtilegt. Þá verður allt svo mikil steypa. Ég er eiginlega komin með upp í kok af svona dósahlátursþáttum. Einu sem ég fíla af þeim sem ég man eftir núna eru Fraiser og King of Queens. Horfði á Will og Grace í gær,Madonna var í gestahlutverki..mikið hryllilega leikur þessi kona illa. Hún nuddaði sér þó aldrei upp við vegg í þættinum eins og hún á til að gera í myndböndum sínum þessa dagana. Í Hollywood myndbandinu gerir hún það og í þessum myndbandi með Britney Spears nuddar hún sér líka við vegg. Ég hef reyndar ekki séð allt það myndband,bara einn kafla og þá nuddar hún sér upp við vegg. Þannig að kannski við ættum að senda hana í meðferð? Svo hún fari sér ekki að voða við að iðka þá iðju. Iðjuna að nudda sér upp við vegg.

Á www.saa.is er hægt að svara nokkrum spurningum og fær niðurstöðu um hvort að maður sé alki. Í félagsfræði um daginn tóku nokkrir svona próf og allir voru alkar. Ég er farin að halda að maður sé bara alki ef maður drekkur yfir höfuð. Ég var örugglega eina manneskjan í tímanum sem var ekki alki. Þetta voru reyndar svo öfgakenndar spurningar. Allt eitthvað svona: Hefurðu verið hirtur af lögreglunni? Drekkurðu mikið? Hefurðu slasast á fylleríi? Mér finnst þessar spurningar ekki segja neitt um alkóhólisma! Ég meina alkar sitja frekar einir að sumbli. Það hafa örugglega mjöög margir unglingar slasast eitthvað á fylleríi eða verið hirtir af löggunni..ábyggilega stór hópur þeirra verið hirtur af löggunni á 17.júní. Á ég ekki að kaupa mér soundtrackið úr Kill Bill? Ég held það sé ógeðslega gott! Lögin í myndinni héldu mér í heljargreipum aðdáunar þegar ég horfði á hana. Sölvi var held ég að niðurhlaða því um daginn! Kannski ég geti látið hann skrifa enn einn diskinn fyrir mig. Hann gaf mér massífan disk á laugardagskvöldið; Skull monkey inc. PARTY MIX
Vala

|