sunnudagur, nóvember 30, 2003

Ég er þreytt. Búin að labba undarlega mikið í kvöld, var líka bröltandi út um allt í gærkvöldi. Það er gott að fá sér pizzu á Devito's þegar svengdin sækir að manni seint að kvöldi til, Devito's eiga gott hrós skilið fyrir að næra mig fallega.

Laugavegurinn er alltaf fullur af lífi! Meira að segja á ýggt ókristilegum tímum, það er bara sama hvenær maður kemur á Laugaveginn. Alltaf heyrast óp og hlátrasköll og fólk að tala saman. Vilji ég fara í búðir að glugga er Laugavegurinn alltaf betri kostur en Kringlan. Þannig á það líka að vera.

Ég er orðin meira þreytt og það er ekkert að tala um í þessu bloggi. Hins vegar vil ég segja eitt: Eftir prófin á fólk að safnast saman í „Brekkunni" og renna sér langt fram á rauða nótt.

Vala...á leið í háttinn

|