fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Ég fékk bestasta disk í algeimi í gærmorgun,reyndar tvo..já..tvo bestu diska í heimi af diskum með lögum úr kvikmyndum. Annar er Kill Bill soundtrackið og hinn Pulp fiction soundtrackið!! Þetta er magnað,ég er alveg bara umm umm jejeje umm..er samt meira búin að hlusta á Kill Bill,styttra síðan ég sé myndina svo ég man frekar eftir lögunum úr myndinni. Og það er alltaf svo gaman:) Allavega þá var það hann Sölvi sem var svo ljúfur að skrifa þessa diska fyrir mig,hann var svo kúl að hann niðurhlóð þessu á dc++-jeeee!

Í dag var ég í mjög skrautlegum líkamsræktartíma,e-r dúddi..Jóhann Örn(minnir mig að hann hafi heitið) kom og kenndi okkur að dansa. Fyrst var það foxtrott sem hann kenndi okkur,síðan tók við línudans og seinast var það djæf. Dansherrann minn var hann Viktor og jeminn eini,greyið drengurinn. Ég var svo ósvífið lítið að ná þessum snúning í djæf að það er nú ekki einu sinni sniðugt..eða jú..svolítið..*glott*..anywhoo. Þá er hann Jóhann Örn dansdúddi svakagóður gæi og það er gott að kunna línudans núna,ég er reynslunni ríkari á danssviðinu.

Í gærkvöldi kom Marta til mín og var hjá mér e-n tíma,á meðan á heimsókninni stóð gerðum við margt sniðugt. Fórum m.a til Jósa og lentum í rooosa á leiðinni:o Þannig var að þegar við vorum að ganga upp Mávahlíðina,þá var e-r miði á vinnukonunni á bíl. Og mér fannst þetta ekki nógu sniðugt svo ég tók miðann af og fleygði í jörðina. Svooo föttuðum við að þetta var morðhótun til eiganda bílsins og að við hefðum verið að styggja morðingjann,en hann var að fylgjast með bílnum. Við vorum náttúrulega alveg GLÍÍÍP! Síðan þá sáum við morðingjann,hann var að labba á eftir okkur upp Mávahlíðina. Já gott fólk! Okkur VAR veitt eftirför af manni með sígarettu í munnvikinu og með leðurtösku fulla af hnífum undir öðrum handleggnum. Við rukum til Jósa en hann bauð okkur ekkert inn svo við vorum í lífshættu. Samt,við húktum á tröppunum hans..ásamt honum auðvitað í svona þrjú kortér. Þannig að sem betur fer lét morðinginn ekki til skara skríða.

Þetta var reynslusaga gærkvöldsins hjá mér..takk fyrir

Vala reynda

|