miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Leiðarljós er allt of vanmetinn þáttur!!! Hann prýða svo óendanlega margir kostir að það er ótrúlegt. Í hverri senu eru e-r að tala um eitthvað sem gæti gert roooosalegan skandal jafnvel skemmt hjónabönd eða rústað lífi einhvers. Svo er svona cliff hanger endir í hverjum einasta þætti. Ég hef horft á þetta alltaf þegar færi gefst,næstum því,síðan ég var svona sex ára. Því er ég alfarið á móti þeirri kenningu að þetta sé bara fyrir ellismellafólk.

Í skólanum í dag gladdist ég miiiiiikið,var í dobbúl stærðfræði í byrjun dagsins og ógissla ARG! yfir stærðfræðiprófi sem átti að vera á morgun. Svo rétt fyrir pásuna í tímanum,þá tilkynnir stærðfræðikennarinn hann Jói okkur um vikufrest á prófinu:D Ég gladdist svo mikið að það var ótrúlegt!!!!!! Er sko ekki aalveg að standa mig í kaflanum *roðn*.

Núna er þetta að verða komið gott,en hey! Fyrst það er ekki próf á morgun er eins gott að finna sér viðfangsefni í kveld:)

Vala

|