föstudagur, nóvember 14, 2003

Núna er ég sorgmædd ung stúlka,lífi mínu mun ljúka brátt,ég mun örugglega gráta mig í svefn í nótt. Í gær þurfti ég að kveðja yndislegan vin,hann hét Karl og mun ég aldrei gleyma engilsásjónu hans. Hann hefur veitt mér vellíðan og hreinsað mig öll skipti sem ég hef skolað mig. Karl einn veit hve yndisleg ég er þegar ég syng,og hann hefur huggað mig og lagað höfuðverki með því að buna á mig. Já Karl,sturtuhaus, síðan við fluttum hingað, er horfinn á braut. Mér var samt ekki sagt frá því að hann myndi vera látinn fjúka! Ég bara fór inn á bað og ætlaði í sturtu,svo þegar ég skrúfaði frá vatninu var ekki allt eins og átti að vera. Þessi sturtuhaus var eitthvað svo asnalegur,heitir pottþétt e-u ömurlegu nafni. En ég kemst bara að því þegar ég kynnist honum betur.

Allavega þá sprautar hann geðveikt ömurlega á mann,það spýtist bara vatn úr götunum sem eru úti við endana síðan fær maður geðveikt lítið á sig úr miðjunni. Svo að maður þarf eiginlega að standa lengst til hægri eða lengst til vinstri til að þetta virki almennilega.

Núna skal ég hætta að tala um sturtuhausinn,meira að segja skal ég hætta að tala um báða,Karl og...hinn. Í dag kom Vigdís til mín,langt síðan ég hef hitt hana..gaman að hitta hana aftur. Síðar bættist Ísak,átta ára gamall hálfbróðir hennar,svo við og enn síðar Sigrún Hlín.

Ekki má gleyma því að amma mín heitin á þennan afmælisdag,hún hefði orðið 86 ára hefði hún lifað. Til hamingju með afmælið amma mín!

Vala:)

|