sunnudagur, nóvember 16, 2003

Sunnudagar,af hverju eru þeir alltaf svona morknir? Er það manni sjálfum að kenna eða er það samfélagið sem að þrýstir á okkur í sambandi við sunnudagsmorknun? Í dag til dæmis hef ég verið á náttfötunum undantekningalaust,og er það enn,og hef ekki gert neitt af viti. Mér er illt hægra megin í enninu en letin segir mér að bíða bara eftir að það fari í staðinn fyrir að hringja í mömmu í vinnuna og spyrja hvort ég eigi að taka paratabs eða eitthvað. Núna er ég líka að mygla,eins og mygluskán á gömlum mat.

Í gærkvöldi var ég hjá Aldísi með Jósa,Sigrúnu,Hildi,Kötlu,Signýju og Malenu..það var sniðugt. Á leiðinni tók ég eftir að það er svona Strandaþema á götunöfnum. Ég sá Norðurströnd og Vesturströnd, veit ekki hvort séu fleiri strandir..það er eins og -Vallagötuþemað í Vesturbænum. Þar eru allavega Ljósvallagata, Brávallagata, Ásvallagata, Hofsvallagata..og örugglega fleiri. Það er samt aldrei talað um Vallagöturnar Í Vesturbænum,sem er svindl. Því það er t.d talað um Fellin í Breiðholtinu,en ég er ekki viss hvort sé talað um Strandirnar úti á Nesi. Ég vil allavega innleiða það að fólki tali um Vallagöturnar í Vesturbænum!!!

Takið þátt í þessari byltingu með mér talið um -Vallagöturnar í Vesturbænum. Þá eruð þið í hópi ÆÐIFÓLKSINS SÍSVALA.

Vala:)

|