þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Vá! Þetta er svo frábært..jólasnjórinn er kominn....:D:D Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er mánuður í jólin eða mánuður -1 dagur allavega,samt hef ég trú á að þetta sé jólasnjórinn. Dagurinn er allavega fínerí skoh,vaknaði í morgun og þá varð mér litið út um gluggann og þar sá ég svo falleg hvít grenitré með hvítum greinum. Fyrst var ég alveg bara svefndrukkin og ímyndunarveik,þegar ég sá þetta hvíta á trjánum hugsaði ég fyrst „miltistbrandur?" eeen sá að mér eftir sekúndur í heimi vakandi fólks. Svo fór ég út og labbaði í skólann eftir allar morgunathafnirnar,þá var sko stuð á minni! Labbaði eftir götunni í svona fínum djúpum hnoðisnjó.

Það er ekki svona snjór sem hverfur við að maður stígi á hann snjór né slabb ónei,þetta er alvöru SNJÓR,snjór sem að gerir það að verkum að ég þrái að fara út á diskinn minn. Eini gallinn er að finna brekku við hæfi,brekkan sem var málið í gamla daga er komin með e-r tré í sig. Það er búið að gróðursetja tré í brekkuna okkar fínu! Brekkuna sem sameinaði Hlíðskælinga í gamla daga,brekkuna sem að ég renndi mér í fyrsta(og eina) skiptið á snjóbretti í. Það var annars mjög skrautlegt þegar ég þreytti frumraun mína á snjóbretti,ég var eitthvað að böggast með Möggu og við hittum Sölva okkar Snæbjörnsson í brekkunni. Hann er nefnileg algjör snjóbrettatöffari skoh,ýkt kúl og góður. Ég samt gerði stór mistök þarna í minni fyrstu reynslu sem snjóbrettari. Fór niður brekkuna á brattasta staðnum þannig að ég gólaði alla leiðina niður.

Anywhoo þá er ég núna farin að leita mér að e-m rennifélaga/félögum fyrir þetta þriðjudagskvöld..*brennandiþráeftiraðrennamér*

bæjó og gleðilegan snjó:D

vala

|