föstudagur, desember 26, 2003

Þá er skemmtilegasta degi og kvöldi ársins lokið, fyrir ykkur sem að eruð Vottar Jehóva eða bara skilijð mig ekki, þá á ég við aðfangadag..skvöld. Í ár var stemningin í familíunni alveg FRÁBÆR! Reyndar er það alltaf þannig en samt..þetta var æðislegur dagur sem og kvöld Auðvitað gleymdi mamma ekki 'ALLT ER MISHEPPNAÐ HJÁ MÉR! MATURINN ER ÖMRULEGUR!' línunni sinni þetta árið. Á hverju ári fer hún í panik og hleypur um íbúðina æpandi eitthvað um misheppnaða matseld.

Margar fínar gjafir fékk ég þetta árið og þær sem að ég gaf voru nú ekki neitt verri, þó að ég segi sjálf frá. Maturinn var frábær(eins og alltaf) og núna velt ég um allt eins og lítil kúla full af gómsætum jólamat.

Í gær horfði ég á DVD mynd sem að við fengum frá jólasveininum, svona fjölskyldugjöf frá sveinka, þessi mynd hét Vampires og leikstjóri hennar er John Carpenter. Hún er alveg ágæt þessi mynd maður gæti sagt að hún sé minnsta della sem að vampírumynd getur mögulega verið. Þegar ég fór að sofa í gær var ég aaaaaðeins að panika yfir að Valek(vonda vonda vonda vampíran) kæmi inn til mín og biti mig. En svo var ég nógu sniðug til að hugsa fallegar hugsanir..eins og..uh, ég man ekki hvað en það var fallegt.

Ekkert meira hægt að segja nema: GLEÐILEG JÓL OG TAKK ÆÐISLEGA FYRIR MIG:D

Vala jólabarn:)

|