fimmtudagur, desember 04, 2003

Gelgja?
Hvað Er gelgja..það eru svo margar skilgreiningar á því að það nær engri átt. Sumir segja að gelgja sé stelpa sem að verslar í Sautján og gengur bara í Sautján fötum..t.d Diesel buxum og támjóum skóm. Aðrir segja að það séu bara svona stelpur sem segja: ÓMMÆGAD!!!! og gefa oft frá sér píkuskræki. Síðan er til blanda af tegundunum sem eru áðurnefndar og sú blanda klæðir sig svona, gerir þessi hljóð og hlusta einungsi á FM957. Síðan eru það stelpurnar sem horfa illilega á fólk og líta niður á aðra..enda eru þær bestar.

Er þetta sanngjarnt? Ég meina að mínu mati þá er mjög ósanngjarnt að horfa á e-a stelpu, virða fyrir sér fötin hennar og segja bara:„Oh..ertu að grínast? Sérðu hvað hún er ááágeðslega mikil gelgja???" Efast ekki um að margir séru ósammála mér um þetta en..hver hefur rétt á sinni skoðun. Mér persónulega finnst merkið Diesel ekkert segja til um persónuleika manneskju, ég meina ókei ef fólk er reiðubúið til að borga svona mikið fyrir gallabuxur..verði því að góðu. Ef fólk vill það ekki, verði því líka að góðu!

Annars svo ég hætti þessu röfli þá gekk mér alveg hreint með ágætum í prófinu í morgun! Nema það var allt of langt fyrir bara klst....og ég náði ekki að gera seinustu ritgerðina. Hins vegar lét kennarinn mig skrifa: tími á prófið mitt svo kannski verður mér þá gefinn e-r sjens. Vonum allavega að einkunnin gleðji...:) Þá er bara málið að bíða til 17.des!! Þá fær maður einkunnir og ball um kvöldið...VÚHÚ!!!

Vala:)

|