þriðjudagur, desember 09, 2003

Hildur mín, ég nenni ekki að útskýra Vallagötu-og Strandaátakið fyrir þér. Kíktu á bloggið frá 26.nóvember vinan, þar er allt útskýrt fyrir þig bara;)

Jólin nálgast óðfluga og jólaskapið kemur með. Það er búið að blasta jólalögum á milljón seinustu daga og kaupa helminginn af jólagjöfunum! Í gær var bara farið í jólagjafainnkaupin af krafti og þau eru nú hálfnuð. Efast ég nú ekki um að fólk verið ánægt með það sem verður í pökkunum frá mér í ár:D

Það er alltaf svo yndislegt á aðfangadagskvöld, þegar allir sitja við jólatréð og eru að dreeepast úr kitli í maganum og spenningi yfir öllum gjöfunum. Bæði því að sjá viðbrögð fólks við því sem að maður gefur því og hins vegar fyrir því að sjá hvað maður fær.

Jólin eru sannarlega æðislegur tími og ég hlakka svo til að fara í næsta jólagjafaleiðangur í bænum. Þá mun sko vera keypt! Draumurinn er að kaupa afganginn af gjöfunum þar og geta líka kíkt á föt fyrir jólaballið og bara jólin sjálf. Eftir prófin verður Vala-n sko sjænuð, þá mun vera farið í strípur(ef ég nenni) og bara allt heila galleríið. Verð nú að lappa upp á þetta daufa hár fyrir jólaballið og svona læti:D

Oooohh ég er að fá tilhlökkunarfiðring í magann...:) Reyndar kveið ég aðeins fyrir áðan þegar Sigrún Hlín hræddi úr mér líftóruna á nákvæmum lýsingum á því hvernig við gætum misst af því að fá miða á ballið.

|