fimmtudagur, desember 11, 2003

Jeminn einasti! Ég trúi þessu barasta ekki!! Á morgun fer ég í seinasta prófið mitt og svo er það bara JÓLAFRÍ JÓLAFRÍ JÓLAFRÍ!!!!! Þessi próf hafa gengið svona upp og ofan en flest hafa nú gengið svona sæmilega, svo ég sit sátt við mitt.

Á morgun eru það svo jólagjafirnar sem bíða mín í búðunum, á morgun og á laugardag. Það er æðislegt að fara í svona jólagjafaleiðangra, samt best að gera það á Laugaveginum. Ekkert stuð í Kringlunni nema að maður sé í þannig stuði.

Ætli fólk skiptist í tvær tegundir? Fólkið sem að drekkur epladjús og fílar Laugaveginn betur en Kringluna og hins vegar fólkið sem að drekkur appelsínudjús og fílar Kringluna betur. Kannski er til svona millistigsfólk, það diggar Kringluna og Laugaveginn álíka vel og drekkur bæði epla-og appelsínudjús. Já ég held að ég sé samt epladjúsmanneskjan. Þó hef ég drukkið meira af vatni og Jólaöli og appelsíni(selt í dósum) en af epladjús seinustu daga.

Ætli maður geti sært tilfinningar drykkjarvöru með því að drekka skyndilega minna af henni en venjulega?

Núna er þessu rugli lokið....farvel öll sömul..eitthvað annað en blogg kallar..kannski bara msn!

Vala:)

|