laugardagur, desember 13, 2003

Núna í dag varð ég virkilega meðvituð um það að jólin eru alls ekki neitt fjarlæg hátíð. Það eru ellefu dagar til jóla sem þýðir að eftir viku, þá verða bara fjórir dagar til jóla. Allavega, þá fórum við Aldís í bæinn í dag og það var svoooooo æðislegt að finna jólastemmninguna svífa yfir Laugaveginum, og bara miðbænum öllum. Ég dóóóó næstum því úr dúllirúlli þegar við fórum í Sautján og það var algjör krútti að spila jólin koma, jólin koma, á harmonikku við innganginn. Það var líka svaka stemmari að fara og drekka kakó í Hressingarskálanum, þar sem að hún Kristín siss er einmitt að vinna.


Í vikunni lenti ég í geðveikt hræðilegu róðaríi!!! Ég fór til Kötlu og Hildar í heimsókn, svo kl23:15 var ég komin út á strætóstoppistöðina hjá Björns bakaríi, ætlaði bara að taka Sexuna eins og alltaf. En kl23:45 var vagninn ekki enn kominn, þá leist mér nú ekki á blikuna. Þannig að ég ákvað bara að rölta þessa leið..og ég komst að því að hún er EKKI stutt þegar maður er bara einn að labba. Svo var mamma í einhverju paniki heima af því að ég var ein að labba þetta svona seint. Hún var aðallega að fríka út af því að hún var nýbúin að sjá í fréttunum þetta mál með stelpuna sem hvarf hjá Keiluhöllinni, sem er í næsta nágrenni við okkur.

Reyndar er eitt sem ég skil ekki, af hverju taka Íslendingar alltaf svona létt á mannshvörfum? Eða ok kannski ekki alltaf, en t.d í Frakklandi, þar fer allt á hvolf ef fólk hverfur! Ég meina, stelpa hvarf fyrir 9 dögum og það hefur nær engin umfjöllun verið um þetta mál. Hlýtur eiginlega að vera að það sé meira vitað um þetta mál en fjölmiðlar hafa fengið að vita.


Núna læt ég þetta gott heita....*vangavelt*

Vala jólabarn:)

|