föstudagur, desember 12, 2003

Prófunum lokið og lífið er gott, nú er svo sannarlega glatt á hjalla hjá mér! Enskan var léttari en mig hefði nokkurn tímann, var búin að stressast nokkuð mikið fyrir þetta próf svona undir það síðasta en svo þegar á hólminn var komið-->HAMINGJA! Það munaði minnstu að ég skellti upp úr af gleði þegar ég sá verkefnin sem fyrir mér lágu þarna í prófheftinu á borðinu mínu. Svo varð dagurinn minn endanlega fullkomnaður þegar ég var búin að kaupa miðann á ballið, lífið verður ekki mikið betra en þetta börn mín góð! Oooohh ég er ennþá með kitl í maganum, gleðin er svo mikil yfir að prófunum sé lokið og ég er komin í fríið þar sem eina stressið er jólastressið. Það er nú samt ekki beint neitt mikið stress bara svona: „OMG! ÉG Á EFTIR AÐ KAUPA SEX GJAFIR!". Anywhoooo..þá stendur nú til að negla laugaveginn rækilega á morgun og þá munu gjafir og jólaföt finna fyrir því! Ójá!!! Ég verð að viðurkenna að ég væri meira en lítið til í að hafa farið á Muse. Vildi að ég væri ríkt barn, þá hefði ég fílað mig nett vel í stúkusæti. Það hefði verið miklu betra en Foo Fighters þar sem að maður var bara troðinn undir og var í andnauð mest allan tímann. En sem betur fer var gott lið fólks til að bjarga mér þar. Það er hins vegar óþarft að fara að rifja upp Foo fighters núna, allavega boðskapurinn var: Ég vildi að ég hefði farið á Muse og verið í stúku.

|