þriðjudagur, desember 16, 2003

Vá! Ég bloggaði ekkert á sunnudaginn og það pirrar mig, því er ég að spá í að hnoða saman einhverju bloggi um eitthvað skemmtilegt, eða jafnvel mitt fábreytta líf. Í dag fór ég tvisvar í Kringluna, það er frekar kreisý, hins vegar var það ekki planað svo ég er ekki alveg geðveik. Ég græddi reyndar á seinni ferðinni í þetta stóra hús, keypti nebbla jólagjöf=) Það er alltaf gaman! Núna er bara ein gjöf eftir á listanum mínum, svo ég er sátt marr..já..mjög sátt..meira en mjög..ÝKT ÓGÓ sátt. Það er ekkert sniðugt að vera í jólafríi, ég vaki svo lengi þegar ég er í svona jólafríi. Í nótt vakti ég til rúmlega þrjú, var nákvæmlega EKKERT að gera nema bara að vaka. Fegin er ég að vera ekki með vídjó tæki í herberginu mínu, þá myndi ég sennilega vaka enn lengur. Bara láta aðra og aðra spólu í tækið þar til að sólin kæmi upp. Kannski ýki ég aðeins þarna, en samt það væri ekki sniðugt að láta vídjó tæki inn til mín. Jólalög eru æðisleg, mig langar til að senda jólakort. Ég fékk náttúrulega engin svona litlu jól í skólanum núna, og það er sorglegt. Iiiiiiiiiiii..mig langar í spil í jólagjöf! Gettu betur spil fyrir börn og unglinga, ætli það sé nokkuð eitthvað fáránlega auðvelt dæmi? Viltu vinna milljón spilið er líka skemmtilegt. Spilaði það um daginn heima hjá Aldísi og það er sko partí að vera spyrill í því! Ohh, þetta er orðið of langt um ekki neitt...góða nótt....held ég

Vala

|