laugardagur, desember 20, 2003

Það væri nú gott ef lífið væri jafneinfalt og í upphafsatriðinu í Sound of music myndinni. Þá gæti ég bara farið út á eitthvað engi út í sveit og hlaupið um það hrikalega hamingjusöm, í sömu andrá myndi ég syngja hátt og fallega um fjöllin í kring; "THE HILLS ARE ALIVE WITH THE SOUND OF MUSIC". Engum þætti ég skrýtin af því að í svona æðislegum myndum er ekkert eðilegra en að bresta í söng hvenær sem er og hvar sem er. Reyndar hef ég ekki séð þessa mynd síðan ég var bara lítið barn svo kannski finnst mér hún fáránlega leiðinleg.

Í kvöld horfði ég á Idol, ég var síður en svo ánægð með það hver var kosinn burt! Þessi þjóð olli mér miklum vonbrigðum og mun ég erfa þetta við aðra kjósandi áhorfendur Idol svo lengi sem ég lifi. Þetta Idol var mér jafnmikil vonbrigði og þegar einhver sagði við mig að honum/henni þætti Pú og Pa jóladagatal sjónvarpsins EKKI fyndið.

Þetta er komið nóg, það er komin nótt svo að ég hef nú bara ekkert að segja.
Bless kless


E.S : Fór út á Select áðan með Jósa og þar var til Jólaöl!!!! Það er sko HÆTT að framleiða það svo að maður þarf að hlaupa um allt til að ná sér í allra seinustu birgðir áður en það hverfur alveg. Keypti mér tvær dósir, er að súpa á þeirri fyrri núna.

|