mánudagur, janúar 26, 2004

ÚFFARAPÚFFARAKALLABAMM!!!!
Ég prófaði að horfa á þáttinn Dawson's creek fyrr í kvöld og guð minn almáttugasti hvað þetta eru óendanlega leiðinlegir þættir. Hef áður gefið þessu rusli sjens og þá komst ég einmitt að sömu niðurstöðu, þetta er hörmulega leiðinlegt. Manneskjan sem fékk hugmyndina að þessum þáttum hefur bara einu sinni verið heima hjá sér á rauðvínsfylleríi þegar henni/honum datt allt í einu í hug að þættir um vini sem að væru alltaf sofandi hjá hverjum öðrum og svo grátandi daginn eftir yrðu vinsælir. Sem var raunin...þetta varð vinsælt! Ef að ég væri á dánarbeðinu núna og gæti fengið svar við hvaða spurningu sem er myndi ég spyrja: hvernig varð dawson's creek vinsæll þáttur? Kannski að maður skildi þetta betur ef að það væri einhver piparkökustrákur sem að leikur aðahlutverk en NEI! Það er einn gaur með hátt enni og annar sem að er líkari dýri en manneskju.

Úff gott að létta aðeins á sér..Aðeins eitt er verra en Dawson's creek og það er heilsa mín í augnablikinu. Ég er í maski!

Vala veiklingur

|