sunnudagur, janúar 04, 2004

Ég þoli mig ekki!! Ég er ekki ennþá búin að sjá Lordarann..það er asnalegt og ég skammast mín hálfpartinn fyrir það. Eða sko nei reyndar skammast ég mín ekki, ég er bara pirruð af því að ég er ekki búin að rífa mig upp úr þessu jólafrísrugli og fá einhvern með mér á hana. Hef bara heyrt góða hluti um þessa mynd og miðað við hvað bókin var mögnuð hlýtur myndin að vera upplifun!

Núna fer jólafríinu mínu að ljúka..það er bara skóli hjá mér á þriðjudaginn!! Jiiiiii..þriðjudaginn..úfff það er ekki langt í það..ha! Sjæse, þetta er svo rosalegt. Jæja, það er þó skárra hjá mér en hjá þeim sem að ganga í skóla í pyntingahúsinu niðri í bæ. Þ.e.a.s MR..þau sem voru það óheppin að fara þangað byrja á morgun. Æji ég nenni ekki að dissa MR, þetta er örugglega ágætur skóli fyrir þá sem að eru geim í fullt fullt fullt af nastí prófum.

Idolið á föstudaginn var alveg hreint ágætt að þessu sinni fannst mér bara, alveg sátt við að Tinna færi, samt hefði ég verið enn sáttari við að losna við Ardísi. Sú síðarnefnda er bara gufa, hún er ekkert, ég vissi ekki hvað hún hét fyrr en í þættinum sem var með diskóþema. Hafði bara alltaf kallað hana Spöngu fram að þeim þætti, ef að maður spáir í það er hún nefnilega alveg eins og Spanga í framan. Eeeeeeníhú..þá fannst mér Ardís ekki standa sig nógu vel, hún tók þetta geðveika fjörlag en söng það eins og hún væri að reyna að vera karlmaður. Þetta lag er bara fyrir fjörgaura eins og Kalla. En Kalli var án efa laaangbestur í Idol núna..vona að hann eða Anna vinni.

Nóg af rugli komið í bili..takk fyrir og góða nótt!

Vala

|