mánudagur, janúar 12, 2004

Jæææææææja þá er helgin bara búin og skóli á morgun..þessi helgi var sannarlega skemmtileg og ég lauk henni með stæl. Já það var rétt hjá þér lesandi kær, ég lauk henni með bíóferð á sunnudagskvöldinu, þ.e.a.s ég fór í bíó í kvöld. Og myndin sem að ég var tekin á hét In the cut, myndin sem að Hilmar Örn Hilmarsson sá um tónlistina í. Jiiii minn einasti og besti eða kannski bara versti hvaaað þetta var hörmuleg mynd! Þetta minnti mig næstum því á það þegar ég var í bíósalnum á Legally blonde 2..nema núna leiddist mér aðeins minna. Þessi mynd var nefnilega smá oggu pínu ponsu spennandi á köflum. Allavega þá er ég fjarri því að mæla með henni..enda var fólk nú bara fegið þegar hún var búin heyrðist mér.

Í gær horfði ég líka á myndina Deep rising, hún var spes, alltaf svolítið gaman af svona myndum um ristastórar sjávarslöngur og fólk í gígantísku skemmtiferðaskipi. Allt í lagi afþreyingarmynd en samt, ekki nein gæði..það voru margar slöngur og ein fáránlega stór. Það dró aðeins úr kúlinu hennar. Allavega, þegar þessari mynd var loksins lokið var sú næsta sett í. Dreamcatcher..og ég neitaði að horfa á hana þegar ég komst að því um hvað hún er! Ég þori ekki að segja neitt um það hér af ótta við að e-r ætli sér að sjá hana án þess að hafa hugmynd um það hvað hún fjallar um.

Nóg komið af hjali..ætti að fara að sofa bráðum af því að ég verð náttúrulega ein í líkamsrækt í fyrsta tíma á morgun..AVUUUHÚ!

Vala..og já eitt enn...EKKI NOKKURN TÍMANN SJÁ IN THE CUT!!!!!!!!

|