sunnudagur, febrúar 22, 2004

Það hefur nú svosem ekkert merkilegt á daga mína drifið síðan síðasta bloggfærsla var skrifuð..að ég held. Reyndar er ég búin að sjá Gothika núna og það er eitt stykki mynd sem hefur fengið aaallt of mika umfjöllun verð ég nú bara að segja. Þessi mynd er alveg svona *BREGÐ* og ókei mér brá mikið....oft..en samt skil ég ekki í hvað það hefur miiikið verið talað um hana. Hún er svona ágæt afþreyingarbregðimynd en ekkert meira en það. Skil vel að hún hafi fengið svona laka dóma í Fréttablaðinu(held ég að það hafi verið, kannski DV, alla vega fékk hún e-s staðar 1 stjörnu).

Ég var að spá, þegar að Kalli Bjarni gefur út disk og öll þau læti. Ætli að hann verði svona fáránlegt æði í ÖLLUM blöðum eins og Birgitta Haukdal og Jónsi voru eða réttara sagt eru. Það væri geðveikt furðulegt af því að hann er svo ótrúlega venjulegur gaur e-ð. Bara lítill palli frá Grindavík sem að vildi vera svalur svo að hann ákvað að fara í Idol og fylla hárið sitt af strípum. Jæja, betra að hann vann en Ardís eða Jóninn. Ooooo jæja núna er ég hætt.....komið nóg..í bili..MÚHAHAH!

|