fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Nú þykir mér það nokkuð ljóst að ef að maður les lífræði mjög lengi og glósar hana líka fer það illa með heilastarfsemina og sálina. Ég var nefnilega að gera þetta tvennt í gær og það ekki lítið og þetta olli því að ég fór að velta því miiikið fyrir mér hvort að ég lifði ekki í þeim raunveruleika sem að ég held. Semsagt þá var það pæling gærkvöldsins hvort að kannski væri 'heimurinn' okkar inni í líkama á manneskju og við erum bara e-r frumulíffæri. Ísland bara fruma og bílar himnubólur til að flytja efni á milli frumuhluta í. En svo ákvað ég bara að þessi kenning væri ekki sönn vegna þess að það gerði mig leiða að ég væri kannski bara e-ð lítið ljótt frumulíffæri.

Svona líffræði fer sannarlega illa með mann..annars þá gekk prófið í þessu rugli alveg ágætlega bara. Ekki neitt upp á 10 heldur bara svona 7-8..sæmilega barasatstastastasta. Fjúhff! Það er svo mikil aksjón í sjónvarpsþáttum stundum að maður er gjörsamlega að missa sig. Núna er bara verið að ráðast þvílíkt að 'diner-num' í gædín læt..og allir sofa hjá öllum og ljúga að öllum!!!

Úffaharahpúffharah!! Bráðum fæ ég hreinlega æfingaleyfi og get þá bara farið út að skottast á bíl með mömmu/pabba/Möndu í farþegasætinu þegar mig langar og e-r af þessum þremur geta. Reyndar mun Manda örugglega aldrei sjá um þetta embætti þar sem að hún býr ekki hér heima lengur en hún er með aldur til svo ég gat ekki skilið hana útundan. Eeeníhú..e-ð skemmtilegra kallar nafn mitt svo að ég er faaaaarin:)

Vala=)

|