fimmtudagur, febrúar 05, 2004

SJIT, það er nokkuð ljóst að 'sjónvarpsmenningin' eins og hún er í dag kemst ekki mögulega á lægra plan. Skjár1 ákvað að kaupa þátt(þætti?) um brúðkaup Tristu og Ryan!! Þessi þáttur er svo glataður, jájájá ég er að horfa á hann, en þetta er samt svooo lélegt að mig langar til að kasta upp. Ég meina ok þau eru þarna tvö saman að skoða hvernig allt á að vera, hvernig verður með borðin og borðskreytingar og svona læti. Hún virðist vera voðalega hrifin af þessum væmna lit sem að bleikur er og gaurinn er svo mikill fáviti. Í staðinn fyrir að segja við verðandi brúði sína að honum mislíki þetta, hleypur hann afsíðis með myndavélinni og kvartar yfir öllum þessum bleika lit! Hún sér það í sjónvarpinu hvort sem er..! Þetta er svo falskt og mikið rugl!

Ohh hvað verður nú gaman á morgun e-n tímann eftir 13:50, þá verð ég búin í stærðfræðiprófinu sem að hefur hangið yfir mér eins og vofa alla þessa viku. Þar sem að ég hef lært frá þriðjudegi þætti mér meira en lítið sanngjarnt að mér gangi vel á þessu fyrsta prófi annarinnar fyrir utan dönskuprófið í dag. Hvað er málið með að danska sé svona mikið áhersluatriði í skóla? Ég meina fokk..það er svo pirrandi þegar það er próf einhvern tímann að maður þurfi svo að lesa e-n dauðatexta í dönskubókinni fyrir sama dag. Allt af því að við fáum e-a monninga fyrir að láta kenna þetta hérna í skólum. Danskan kemur manni að enn minni notum en þýska og franska hérna í skólum!

Allt er svo gott og fallegt núna..MR árshátíðin nálgast óðfluga og MH árshátíðin tveimur vikum eftir það. Ég hlakka svo mikið til MR tíðarinnar að ég get varla ímyndað mér hvernig MR-ingunum sjálfum líður. Það er reyndar ekkert fréttnæmt búið að gerast hjá mér sem að ég get greint frá nema að ég uppgötvaði að gaur sem að er með krökkunum í bekk í MR er frændi minn*omg*. Núna er ég svo sannarlega komin með það á tandurhreint að ég bý á litla litla Íslandi.

Fuss þetta blogg er allt of langt, ég stöðva málflæðið..NÚNA

->Vala fína<-

|