mánudagur, mars 29, 2004

Það er alltaf skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt og núna er ég að gá hver útkoman verður þegar ég blogga á mánudagsmorgni. Ég er samt bara að þessu af því að ég gleymdi leikfimisfötum fyrir íþróttir og þá er maður bara látinn hanga einhvers staðar að gera eitthvað sem að mann langar til. Þannig að ég er bara ein að hanga uppi í MH að morgni til, það er ekkert og skemmtilegt né uppbyggjandi. Eina sem að gerir það aðeins skemmtilegra er að núna eru allir á fullu að bjóða sig fram í alls konar nefndir og félög. Sem þýðir að þegar að ég gekk inn í MH í morgun þá var allt í veggspjöldum þar sem myndir voru af missniðugu fólki að auglýsa sig og færni sína til að vera í þessum félögum og/eða til að gegna embættum.

Helgin var svosem ekkert svo fréttnæm nema bara að Brynjar félagi okkar skellti sér á eitt svona bílpróf og að ég faldi mig í skottinu á bíl sem var á ferð. Og Brynjar var einmitt chauffeurinn í þeirri kerru. Helgi kom með e-ð svakalega sniðugt djók sem var til að hefna sín á Sidda fyrir að keyra burt frá Helga í Öskjuhlíðinni á fimmtudagsnóttina eða eitthvað álíka. Allavega þá var þetta bara sniðugt og einnig má þess til gamans geta að á laugardagsnóttina svaf ég ALEIN heima í annað sinn á ævinni. Reyndar þá rauk ég upp með andfælum þegar kom svona venjulegt DEH! hljóð í sjónvarpinu. Þetta DEH! átti að tákna e-s konar brak sem ég held reyndar að komi undan borðinu sem það stendur á.

Jæja það lítur út fyrir að á þessum mánudagsmorgni hafi ég slegið öll persónuleg met í óáhugaverðu og morgúnfúlu bloggi..ég kveð með bros á vör eða reyndar ekki brosi. Ég er aum í augunum af þreytu af því að ég sofnaði svo seint í gær. Það er svo ómögulegt þegar að maður liggur uppi í rúmi með lokuð augun, líður andskoti vel en bara sofnar samt ekki!!!!

Takk fyrir góða helgi og takk fyrir það ef að þú lest þetta blogg og heldur lífi.

|