sunnudagur, mars 21, 2004

Þá er helgin bara horfin á braut og við fáum engu um það ráðið þó að ég væri nú alveg til í einn aukadag til að geta unnið upp tapaðan nætursvefn sem að ég verðskuldaði í nótt en fékk ekki. Ég verð bara að deila sögum næturinnar með ykkur sem (ég vona) að lesa bloggið mitt.

Aðalatriðin eru bara að þetta allt átti sér stað heima hjá systur minni og kærastanum hennar þar sem að ég auk systir kærastans gistum. Fyrr um kvöldið(nóttina?) kom meðleigjandi þeirra heim með áfengisdauða kærustu sína sem að hann lagði bara í rúmið og fór síðan út að jamma meira. Um nóttina svo vaknaði ég við það að þessi fulla gella stóð yfir mér og horfði á mig sofandi!:| Svo seinna hringdi dyrasíminn og e-r dúdd var að spyrja hvort Anna væri þarna svo þegar var neitað spurði hann systurina mína hvort að hún væri með númerið hjá þessari Önnu:P Æjh þetta er svo mikið..það er eignilega ekki hægt að blogga um þetta. Ég verð allavega að segja frá því þegar að kærastinn hennar kom svo heim þá fóru þau að rífast og skella hurðum..sem hélt fyrir okkur vöku og líka það að hún datt á e-ð og fékk blóðnasir. Svo má ekki gleyma því þegar að hún kom og stóð yfir mér í annað sinn. Allavega í stuttu máli sagt..nóttin fór í það að vakna oft og mörgum sinnum við ruglað fullt fólk að böggast og skella hurðum og líka vaknaði ég við það að ég datt úr sófanum eftir að hafa sofið í nokkrar mínútur.

Sjitt bloggið er OF langt..engar pælingar sem að mér detta í hug svo bara skemmtið ykkur það sem eftir lifir dagsins og byrjið vikuna skemmtilega!

Vala:)

|