fimmtudagur, mars 04, 2004

Úff! Það er barasta allt að gerast hjá fólki þessa dagana, svei mér þá, þvílíkt mikið sem gengur á marrr. Eða..nei reyndar er ekkert sem er að gerast verð ég að segja. Nema bara helst það að Valan ég er komin með æfingaleyfi:) OG ég fékk nýjan gemsa á mánudaginn..nei þriðjudaginn..eða allavega þá fékk ég síma í vikunni. Hann er lítill og sætur gripur. Vá, talandi um að blogga án þess að hafa neitt að segja..

Ég bætti mig um einn í Pool leiknum áðan! Ég náði semsagt 28 stigum í þessum rosalega æsispennandi frábæra leik sem að ég er sko ekki neitt háð..*lygi* Það hefur reyndar eitt skemmtilegt gerst síðan vikan hófst..eða eitt enn þ.e.a.s, pabbsi gamli kom frá Þýskalandi. Svo að ég bý ekki lengur ein með tveimur kreisý konum og ég er komin með tyggjókarton í hendurnar. Núna er ekki lengur 'er ég andfúl' panikið við lýði..halelúja..hósanna hei.

Um daginn þá var ég að flakka milli sjónvarpsstöðva á sjónvarpinu mínu og ég lenti auk annarra stöðva á Omega og þar var verið að sýna samkomu þar sem að fólk var að frelsast. Og það var geðveikt sorglegt, það voru allir grátandi og bíðandi eftir því að Guð 'léti' þá segja e-ð á tungumáli sem að þau skildu ekki sjálf. Mér fannst það ekki sniðugt..ég meina hvernig geta allir þessir predikarar bara VITAÐ hvernig það er þegar að fólk frelsast? Þetta var sko e-ð kanajukk og það stóð bara feitur kall í hvítri skyrtu með svart bindi uppi á sviðinu og sagði fólkinu hvernig þetta væri. Hann var bara eins og kennari að kenna fólki ferlið að frelsast. Jæja, mér fannst þetta allavega ekki sniðugt!! Ég er líka ekki mjög opin fyrir svona dóti. Aðallega skil ég þetta ekki af því að ég sjálf er ekki svona strangtrúuð. Skil þó minnst hvernig svona söfnuðir geta sagt að drykkja og reykingar séu synd. Reykingar eru frjálst val og drykkja er ekkert endilega af hinu góða en það stendur ekkert um hana í biblíunni svo að hún er ekki synd fari þessir söfnuðir eftir þeirri bók.

Æji vá þetta er orðið leiðinlegt..ég er hætt..í bili..tíhíhí.!

Ég ætla að prófa að gera svona lag dagsins núna, en það er allavega Show must go on- Queen.

|