föstudagur, mars 19, 2004

Það hefur svosem ekki neitt merkilegt sem að fólk gæti mögulega langað til þess að vita drifið á daga mína síðan ég bloggaði seinast. Samt ætla ég að tjá mig aðeins og gá hvort að það blogg vekji e-r skemmtilegri undirtektir en seinasta sem að var nú bara súrt dæmi.

Ég sá skemmtilegustu og fyndnustu mynd sem að ég man eftir að hafa séð lengi í sögutíma á fimmtudaginn; Chaplin in modern times. Hún var það skemmtileg að það liggur við að ég hefjist handa við að endursegja hana en ég læt það þó vera mörgum til mikils léttis:P

Það var ómælanlega mikið fjör á grímuballinu hjá MR í gær, jimundur minn eini hvað þetta var ótrúlega skemmtilegt!!!! Fyrirpartíið var nokkuð súrt en það reddaðist þó, þar sem að fólkið þar (eða það af því sem að ég þekkti..) var bara gæðasálir var það skemmtilegt þó fjörið hafi ekki verið mikið. Það var allt í fólki í góðum búningum á ballinu en þó lögðu sumir meiri vinnu í búningana sína en aðrir. Það voru margar margar myndir teknar og koma þær örugglega á netið bráðlega bara!

Núna er komin helgi og ég er svoooo glöð vegna þess að það trúir því örugglega enginn þó ég reyni að lýsa því:D:D:D

Áðan meira að segja hleypti stærðfræðikennarinn okkur út 25 mínútum fyrr! En það var samt slæmt við þennan stærðfræðitíma að Steinar komst að því að ég hef fóbíu fyrir því að láta snerta eyrun mín svo að hann hafði nóg að gera seinni hluta tímans.

Jæja..njótið helgarinnar og gangið hægt um gleðinnar dyr!

|