föstudagur, mars 12, 2004

Heil og sæl!

Veðrið úti er að gera mig þunglynda og skapið mitt versnar með hverjum deginum sem að þessu veðri heldur áfram. Það sýgur úr mér alla orku að heyra hljóð í vindinum þegar ég er í kennslustofunum í skólanum. Það er svo hræðilega napurlegt um að lítast þarna úti, það er allt grátt yfirlitum og mann langar helst af öllu til að fara að sofa. Svona veður er afsakanlegt á sunnudegi þegar að maður er að læra eða er uppi í sumó og er að fara að koma sér aftur í bæinn. En þetta hefur verið svona í tæpa viku! Þyrfti að fara að redda mér gleðipillum til þess að lífga upp á tilveruna vegna þessa veðurs. Neiii segi nú bara svona en það má allavega einhver leggja inn skriflega beiðni hjá veðurguðunum. Hver veit? Kannski geri ég það bara sjálf bráðum.


Ég tók sexuna í gær og Guðmundur minn eini, það væri sannarlega hægt að skrifa bók um mig og mínar strætóófarir. Þær tengjast þó flestar sexunni og Vesturbænum en allavega í gær var það alveg fáránlegt sem ég lenti í. Ég steig upp í sexuna og var bara nokkuð ánægð með tilveruna..var meira að segja fyrst með Adda hennar Möndu sem strætópartner. Þegar að hann steig út á Lækjartorgi fór að síga á ógæfuhliðina. Þá sofnaði ég nefnilega í strætónum, kannski ekki alveg á nóinu þegar að hann fór út en svona fimm mínútum frá sofnaði ég. Planið var að fara úr bussinum rétt hjá Háskólabíó en ég rankaði ekki við mér fyrr en að einhverjir háværir strákar komu inn í þann gula á Kaplaskjólsveginum. Þetta er þá í annað sinn á held ég tveimur dögum sem að ég stend sjálfa mig að því að vera ein að ráfa um Kaplaskjólsveg án þess að hafa neitt að gera þar.

Að öllu gleðilegri efnum..það er föstudagur..sem táknar að helgin er komin. Það væri kannski aðeins skemmtilegra ef að væri ekki próf í franskmálinu á mánudag en ég gleðst samt yfir því að fá að sofa út á morgun og hinn..:) *unaður* Vona svo sannarlega að veðrið skáni um helgina!! Þá verður hún skemmtilegri fyrir vikið. ÚÚÚÚ Vonandi verður gott veður til að maður fái sér göngutúr og kaupi sér ís! Ohh mér líkar þetta..eða þessi draumur allavega....

Nóg af rugli komið!

Usher litli sem að maður dýrkaði og dáði í 9.bekk bara kominn aftur með vont vont lag..!

|