sunnudagur, mars 14, 2004

Jáááááá!!!! Ég er kát!!!!!! Ógeðisveðrið er farið! Orkan er komin í mig á ný! Þetta þykir mér laglegt! Vel gert hjá þér Valli veðurgaur!

Svo vann morfíslið MH líka MR-ingana á föstudagskvöldið svo ég er ekki bara svona ánægð með veðrið..:) Þetta var semsagt í heildina séð æðisleg helgi! MR-ingarnir áttu reyndar góða spretti í ræðukeppninni en erfitt er að slá út mælskusnilli MH-liðsins:P

Ég skil ekki af hverju píur vilja fara í þáttinn the Bachelor, þetta er svo sjúkt eitthvað. Ég meina þær segjast vera í 'ástarsorg' eftir að hafa þekkt..ókei ekki einu sinni þekkt..gaurinn í ca. þrjá daga! Það er nett sjúk tilhugsun að vera geðveikt hrifin af náunga og fara með honum á deit þar sem að allt er hrikalega rómó og æðislegt og svo um leið og maður er kominn heim fer hann að slefa upp í aðra gellu. Svo eru líka alltaf allar píurnar grenjandi og ohh þetta er bara rugl! Samt horfi ég nú alveg stundum á þetta verð ég að viðurkenna:P Þetta er bara sjúk hugsun á bakvið þetta þegar ég spái í það. Eða reyndar þarf ekki einu sinni mikið að spá út í það..þetta er bara sýki.

Áðan var ég að keyra um með móðurinn í framsætinu og það var verið að brumma um Vesturbæinn í æfingaakstrinum og ég komst að því að ef ég yrði að velja mér annan stað í Reykjavík til að búa á(utan Hlíðanna þá), yrði það vafalaust Vesturbærinn. Ég myndi ekki nenna að búa í neinum svona útnára eins og Gbæ eða Kópavogi eða Breiðholti..reyndar myndi ég ekki heldur nenna að búa í Suðurhlíðunum. En Vesturbærinn, hann er svona mátulega langt frá öllu og jáh góður staður!

OJ könnun í frönsku á morgun..marr ætti kannski að halda lærdómnum áfram=/ Igh..jeg gider ikke!

Vala dýr

|