fimmtudagur, mars 25, 2004

Jæja, ég var búin að skrifa langt blogg alveg stútfullt af biturleika og tilheyrandi skemmtilegheitum en rétt áður en kom að því að birta það ákvað vafrarinn að loka sér með þeim afleiðingum að bloggið eyddist. Kannski er það af hinu góða þar sem að þetta blogg var með eindæmum leiðinlegt en ég á víst að fara að blogga á 'skemmtilegum nótum'. Sumir lesendur mínir eru vandlátir og eru 2 cool 4 að skrifa komment undir raunverulegum nöfnum þegar þeir eru að leiðbeina mér eitthvað. Jájá þetta var til hans/hennar mingo sem að ég er ekki sátt við núna. Mingo..vinurinn/vinan..segðu mér nú hver þú ert..bara segja það á kommentakefinu eða senda mér létt ímeil og leyfa mér að vita:| Ég er ekki sátt við þetta nýja trenda á blogginu mínu sem að einkennist af því að fólk kommenti undir öðrum en sínum raunverulegu nöfnum(samanber Mingo og Gee..). Svo var líka einhver Delmo um daginn en það var bara gott flipp eða eitthvað.

Að öðrum hlutum, ég er ekki sátt við þessa rigningu. Þegar það rignir úti rignir það sálartetrið mitt niður og brýtur niður annars mjög gott skap. T.a.m er ég ekki í góðum fíling núna af því að það er allt grátt úti. Ég hef annars verið ógeðslega asnaleg þessa viku, eiginlega bara niðurdregin en það er engin ástæða til. Við MHfólk erum að fara að keppa við Verzlingana á Morfís annað kvöld og þá á maður að hafa gaman af lífinu. Mig langar að fara, gaman af því að ég hef svo ótrúlega lítið vit á hvort liðið sé líklegra til að fara með sigur af hólmi annað kvöld. Hef nefnilega ekkert séð af Morfísliði Verzlinga í ár..vonum bara að greyin standi sig eitthvað betur en MRliðið;)

Jæja..núna er ég búin að bæta nógu miklu við bloggið..súúúra bloggið sem ég bloggaði í dag. Helgin nálgast svo verið góð og ekki slasast neitt fyrr en á sunnudaginn af því að þá missiði bara af skólanum en ekki helgarskemmtun.

|