þriðjudagur, mars 16, 2004

Vá hvað það er allt skemmtilegt núna maður minn. Veðrið er gott, lítið að gera í skólanum núna og allir eru góðir vinir. Síðan má ekki gleyma því að á laugardaginn eiga Jósi og Sigrún Hlín afmæli:D Það er sko stuuuuð í lagi..það er samt ekki stuð hvað er leiðinlegt í sjónvarpinu núna þessa stundina þegar ég er heima að láta mér leiðast. Það er einhver þáttur á RÚV sem að er alveg nett leiðinlegur, Queer eye er í lagi en er samt ekki í fjöri fyrir þann þáttinn þessa stundina en reyndar er Paradise hotel á eftir. Það er spennandi marr hef ekki séð gripinn svo lengi að ég veit ekkert hverjir eru þarna og hverjir ekki:O

Það var reyndar pínulítið sérstakur subway sem að ég fékk í dag. Pantaði mér sex tommu ítalskan B.M.T en það sem að gerði hann frábrugðinn öðrum subwayafurðum sem að ég hef fengi mér um ævina er það að kálið á honum var frosið!!! Soddið svona..ja..við skulum segja ekki eitthvað sem að maður lendir í á hverjum degi. Að öðru leyti var þetta alveg vel heppnuð máltíð.

Smá pæling..ætli að fleiri muni kaupa Pepsi eftir þessa tólf mínútna löngu auglýsingu sem að var gerð þar sem að lagið We will rock you var eyðilagt algjörlega? Ég trúi ekki að fólk sé það einfalt að úúúú fyrst að Pink, Beyoncé, Britney og e-r annar held ég hafi drukkið það í auglýsingu og sungið lag, þá vilji það endilega kaupa sér Pepsi.


Kringlan er ekki skemmtilegur staður..samt getur maður verið þar furðulega lengi..ég fæ reyndar alltaf hausverk eftir ca. klst þar. Alveg ótrúlegar svona litlir krakkar í níunda bekk eða áttunda sem að hanga þar alveg tímunum saman í sófunum og hrækja á aðra sem að ganga framhjá eða eitthvað í þá áttina. Ég skil jafnlítið í þeirri iðju fólks og þegar að það er að hanga niðri á Lækjartorgi eða Hlemmi:S

Allavegana ég hef ekkert að blogga um svo ég slútta þessu núna.....BÆJBÆJBÆJ

|