fimmtudagur, mars 11, 2004

Vaaaá! Ég er búin að komast að því að Ruben félagi okkar úr Idol frá því í fyrra er ekki alveg að gera sig með þessu lagi sem ég er alltaf að sjá þegar ég set á popparann. Það heitir Sorry 2004 og jiminn hvað þetta lag er LEIÐINLEGT! Mér finnst ég virkilega hafa heyrt þrjú þúsund svona lög áður.

Ég er svolítið mikið fær..í gær missti ég af strætó þegar ég ætlaði að taka sexuna frá Háskóabíó, já ég veit ég er ógeðslega klár! Svo til þess að skemmta mér tók ég þá ákvörðun að rölta um Vesturbæinn og kynnast honum betur. Ég virðist hins vegar hafa misst mig aðeins í þessu þar sem að ég var allt í einu komin að einhverjum götum sem hétu eitthvað-Skjól og þá að skilti sem að stóð á: Velkomin til Seltjarnarness.' Þá sneri ég við og fór að leita að strætóskýli(ályktaði að Sexan stoppaði í öllum strætóskýlunum þarna). Eftir að hafa staðið nokkra stund í strætóskýli kom Þristurinn en ég vildi hann ekkert. Strætóbílstjórinn var svolítið hneykslaður og ég skil það svosem alveg, stuttu seinna komst ég að því að einungis Þristurinn stoppaði þarna. Síðan þegar ég labbaði í leit að öðru strætóskýli hitti ég fyrir brjálaða kerlu í kraftgalla sem talaði hástöfum við barnavagn sem mig grunar að hafi ekki verið barn í. Það fauk nefnilega kókflaska úr honum(rok þarna við sjóinn!) og kerlan skildi barnavagninn bara eftir á meðan hún sótt flöskuna..sem að var tóm.

Núna er þessari tjáningu lokið held ég bara..tók á hugmyndaleysinu með langri og mjög innihaldslítilli sögu..sem endaði að sjálfsögðu á því að ég komst heim heil og höldnu. Núna er ég hætt að tjá mig nema ég verð að kvarta aðeins undan því hvað þetta lag með Kalla idol er ótrúlega mikið spilað=/

Vala!!

|