fimmtudagur, apríl 15, 2004

Í blaðinu í dag var lítil grein um mann sem að væri að reyna að láta lýtalækna gera sig eins og Jennifer Lopez. Hann var kominn með brjóst en sagðist þó vilja fá þau stærri og svo var hann búinn að fara í fullt af öðrum lýtaaðgerðum og ætti enn alveg slatta eftir. Einnig sagði hann í viðtali að fjölskylda sín hafði alltaf sagt sig líkan J-Lo í hegðun. Er þetta ekki einum of mikið af því góða spyr ég nú bara? Karlmaður sem að gerir allt sem að í sínu valdi stendur til þess að líkjast J-Lo, það má náttúrulega ekki gleyma því að þessi maður er þátttakandi í þætti sem að heitir Make-over. Það er komið svo mikið af rugli í þennan heim að stundum langar mig til að skalla vegg og öskra. Þetta minnir mig á kellinguna sem að erfði 50 milljónir frá eiginmanni sínum þegar að hann lést og hún eyddi öllum peningnum(eða obbanum af þessu allavega) í lýtaaðgerir til að gera sig eins líka Barbie-dúkku og mögulegt var. Það er líka frekar ruglað og sullað.

Það er nú ekki eins leiðinlegt og ég hélt það yrði að skólinn sé byrjaður á ný. Prófkvíðinn er reyndar aaaðeins farinn að ná tökum á fólki en samt er þetta all good, samviskan hrópar á mann þannig að það verður sko lært almennilega!

Var annars í litlum bíltúr áðan með Kolla og Sidda og það var fínt. Nema það er svo spúkí hvað það eru bílar á stöðum úti í Gróttu og uppi í Öskjuhlíð..kyrrstæðir..á öllum tímum!

Akk annars er þetta nóg komið..ég vil bara óska Halldóru góðs afmælisdags á morgun! Og Ómari góðs gengis í verklega prófinu!!

Og auðvitað þakka Aldísi fyrir að kenna mér að gera svona fínt linkamyndadót til að sýna öllum um hvern er rætt hverju sinni =)

BÆJÓ SPÆJÓ

|