þriðjudagur, apríl 13, 2004

Það er svona líka skrambi gott veður úti og mér líkar það verð ég nú bara að segja. Fékk mér meira að segja svolítinn hressingargöngutúr áðan þar sem að sexan virtist ekkert vilja með mig hafa. Gekk ein upp Laugaveginn með kók í gleri í hægri hönd. Mér finnst kók ekkert sérstaklega gott en kók í gleri er bara unaðslega yndislega svalandi og cúl. Það sem dró aðeins úr kúlinu var sú staðreynd að ég var að labba ein upp Laugaveginn í dásamlega góðu veðri.

Eina sem getur dregið úr gleði manns á góðviðrisdögum er sú staðreynd að það er skóli daginn eftir. Það er það sem mér líkar verst við skólann, þessi lærdómsbústaður hefur einstakt lag á að draga góða skapið úr manni eins og ekkert sé. Núna er ég til dæmis ekki jafnglöð og ég ætti að vera vegna þess að skólinn byrjar á morgun. Það á að breyta fyrirkomulaginu á þessum skólum! Skólar eiga bara að fræða en ekki setja mann undir álag, heimavinna fræðir mann ekkert meira, það eiga bara frekar að vera alltaf vinnutímar í skólanum.

Þegar ég var niðri á Hlemmi áðan að bíða eftir sexunni(í þriðja sinn) tók ég eftir því að feitir menn sem að hafa klúðrað lífi sínu á einhvern hátt virðast allir þekkjast. Það sat einn feitur maður sem var greinilega ekki sá minnst sjúskaði í bransanum á bekk þarna að bíða eftir strætó. Og á þeim tíma sem ég var þarna inni komu þrír aðrir svona dúddar til viðbótar og fóru að tala við hann. Þetta var reyndar voðalega sorglegt af því að ég heyrði í þeim að sá sem sat þarna áður en allir hinir komu, var að missa íbúðina sína og að ferðaskrifstofan hans hafði farið á hausinn:s

En já hugsið um eitthvað uppbyggjandi og ekki verða feitir kallar á Hlemmi í framtíðinni!

Vala páskafríinulýkurámorgunbarn

|