sunnudagur, apríl 18, 2004

Það eru allir að verða eitthvað voðalega gamlir þessa dagana, allir að verða sautján ára, foreldrarnir fimmtugir og bara allir að eldast svo mikið. Ég er bara lítið barn hérna innan um alla þessa ellismelli. Í gær t.d héldu Halldóra og Edda saman upp á sautján ára afmælin sín, það var slegið upp heljarinnar teiti heima hjá Halldóru. Svona frekar rólegri teiti reyndar en samt hið mesta og besta fjör. Ég hef komist að því að Party og co. er skemmtilegt spil en það vekur mikinn keppnisanda í fólki.

Það vantar kall sem er að flauta á messann!!

Mig langar ekkert að blogga núna..ég er bara að því til að síðan sé ekki svona ljót..rarr!

Vala dýr

|