miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég held að viðhorf mitt til lífsins hafi breyst síðan ég komst að því að ég er Ghandi endurborinn. Eða svona eiginlega, ég var hann. Það meikar alveg sens af því að þegar ég var í áttunda bekk þá sá ég myndina um hann og heillaðist gjörsamlega af þessum friðarsinna. Ég held að ég hafi bara verið hann í svona viku, þá hefur það bara verið svona rosalegt flash back til míns fyrra lífs að sjá þetta að ég var í ruglinu!!! Þetta er roooosaleg pæling í gangi hérna!!!!

Annars er lífið ágætt, sumardagurinn fyrsti á morgun og Kill Bill frumsýning í kvöld..allt þetta þykir mér ekkert smá sniðugt. Sumarið er nefnilega svo skemmtilegt þegar að prófin eru búin(og manni gekk vel) og þegar maður er kominn með vinnu:S Ég er einmitt í dálaglegum bobba hvað vinnutækifæri fyrir þetta sumarið varðar. Veit ekki neitt um hvort ég geti fengið þessa vinnu í lóðinni hjá Landspítalanum. Mér finnst að það eigi bara að vera alveg ótrúlega sjálfsagður hlutur að allir fái vinnu á sumrin. Og að það eigi ekki að þurfa að hugsa út í það svona snemma..veitist aulum eins og mér erfitt:p

Eigið gott kvöld og góðan sumardaginn fyrsta =D

|