fimmtudagur, maí 20, 2004

Af hverju er ég ekki löngu farin í kassann?

Jú það er nefnilega vegna þess að ég er í sumarfríi og þegar maður er í svoleiðis fríi nennir maður ekki að fara að sofa. Það er einfaldlega vegna vitneskjunnar um það að maður getur sofið út morguninn eftir.

Á nóttunni þegar maður er að iðka þessa íþrótt að fara bara ekki að sofa sama hvað maður gerir á maður oft í mjög innihaldsríkum msn-samtölum við aðra sem ganga í gegnum það sama og maður sjálfur.

*rúsínufjölkornabollustykki* Got God? WÚHÚ!!! komin í sumarfrí, ójá;) says:
ahhhh það var könguló pinkulítil á lyklaboðrinu!!!
Vala...tala-> Elkert væk og vera glaður! says:
OOOOOOOOOOJJJ
*rúsínufjölkornabollustykki* Got God? WÚHÚ!!! komin í sumarfrí, ójá;) says:
ég veit!!! þetta er alltaf að gerast fyrir mig: pöddur á óæaskilegur stöðum!!!

Á þessari vökunótt hef ég grætt þá vitneskju um að Vigdís og pöddur séu alltaf að hittast í tíma og ótíma.

|