þriðjudagur, maí 18, 2004

Þar sem verið var að blasta Nínu í bíl á leið heim frá Íþöku eftir stutta heimsókn í dag, komst ég að þeirri niðurstöðu að hið fyrrnefnda lag á að vera þjóðlag Íslendinga. Það kunna allir textann og fíla lagið nema einhverjir töffarar sem finnast þeir of cúl til að syngja með. Samt vitum við öll og þeir sjálfir að þeim finnst lagið æði og eru að springa úr löngun til að syngja með í hvert sinn sem það er spilað.

Annars þá er svo margt yfirvofandi að maginn minn er að tapa sér vegna þess hve ráðvilltur hann er, endalausar skiptingar milli kitls og kvíðatilfinningar í gangi í þessum maga. Ekki neitt sérstaklega þægilegt, þá get ég aldrei sofnað.

Skil ekki enn þá hvernig það meikar stenst að það herbergi í íbúðinni sem fór verst út úr þessari teiti á laugardagskvöldið var herbergið mitt..?

Annars þá skuluð þið kíkja á myndirnar úr teitinni!

|