þriðjudagur, maí 25, 2004

Einu sinni var Palli úti að skemmta sér svakalega mikið með vinum sínum. Þar sá hann konu sem hann vildi endilega eyða ástríðufullri nótt með. Hún leit nefnilega út eins og draumaprinsessan hans, hún var hærri en hann, mössuð, djúprödduð og með bringuhár. Vinir hans voru mjög öfundsjúkir þegar þeir komust að því að Palla tókst að fá hana heim með sér. Hins vegar þegar þeir töluðu við Palla daginn eftir var hann ekkert of ánægður með þessa nótt sem þau áttu saman. Hún var nefnilega rússnesk og æfði kúluvarp þannig að hún var mikið sterkari en hann. Eftir þessar stundir þeirra saman uppgötvaði Palli að það er ekki sniðugt að vera með hávöxnu kvenfólki sem er sterkara en hann sjálfur. Hún hafði nefnilega bara meitt hann og brotið rúmið hans í hamaganginum.

Sko, þessi dæmisaga sýnir að það er gott að vera lágvaxinn kvenmaður!

|