mánudagur, maí 10, 2004

Það er alveg furðulegt hvað það er allt skemmtilegra en að læra akkúrat þegar maður á að vera að því. Núna til dæmis ætti ég að vera að fræðast meira um sögu 203 en í staðinn er ég að blogga. Mér datt nefnilega í hug að gera svona lista yfir lög sem ég hvet fólk til að hlusta á og eru í uppáhaldi hjá mér núna á þessari stundu. Eftir lestur þessa bloggs áttu að fara og hlusta á:

Here comes your man- Pixies, Bloodline- Slayer, Bathwater- No Doubt, We all die young- Steel Dragon, Numb- Portishead, Good old fashioned loverboy- Queen, No more lies- Iron Maiden, Big me- Foo Fighters, To be free- Emiliana Torrini, Hocus Pocus- Focus. Þessi lög eru bara æðisleg þykir mér!!

Ég held að þetta sé þá komið nóg af lögum fyrir ykkur til að hlusta á eftir lestur þessa bloggs. Eins og nokkur ykkar hafa eflaust tekið eftir er komið nýtt lúkk á þetta blogg, meira að segja ný mynd og alles. Og það verður náttúrulega að koma þvi á hreint, Sigrún á heiðurinn að þessu öllu saman eiginlega. Eina sem ég gerði var að velja template og mynd..svo bara gerði hún allt fyrir mig:D Takk Sigrún elska;)

Það er líka Eurovision á næstunni þannig að það er mikil spenna í manni hérna!! Júrovisjón, sumarfrí og svo bara allt óráðið í framhaldi af því!

Bæjó

|