sunnudagur, maí 16, 2004

Þá er júrovisjón og skemmtilegu teitinni bara hvoru tveggja lokið, þetta var allt ótrúlega skemmtilegt og ég á góðar minningar frá gærkvöldinu!

Við vorum reyndar ekkki alveg að standa okkur þarna á sviðinu í Istanbúl, nítjánda sæti og fussssss..en hey! Kannski kennir þetta okkur að vera ekki með jafnvæmin og ógeðslega leiðinleg lög og Frakkar í komandi keppnum! Hvað var annars málið með franska lagið og stóru kelluna á stultunum??? Það var ekki aaalveg að gera sig..og svo voru bakraddirnar líka klæddar í e-r hvít furðuföt og labbandi í hringi fyrir aftan hann!! Þetta er ekki e-ð sem að ég sé mig fyrir mér kjósa til sigurs í júrovisjón:p Hins vegar Grikkinn, díses kræst hvað ég hló mikið!! Það var alveg bara BEST í heimi, gaur í low cut gallabuxum, flegnum magabol hristandi sig eins og kvenmaður. Enda kaus ég hann stolt og prúð! Spes lög sem maður kýs hérna..í fyrra var það gaurinn frá Kýpur(hann var í silkibuxum!!!!) og í ár grískur hommi sem fór í flikk flakk.

Fokk..ég mæli ekki með því að vinna dagvakt í Kringlubíó við neinn, það er ekki það skemmtilegasta að standa (pínu þunnur) í níu klst án þess að það sé svo mikið sem minnst á matarhlé við mann. Er komin með ógeð á poppi fyrir næstu þrjú líf!

Áfram við á næsta ári og höfum undankeppni þá!!

|